Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ir í viðtali við Bloom­berg frétta­stof­una, að hvað sem segja megi um ís­lensku bank­ana hafi þeir starfað inn­an þeirra reglna, sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur sett um banka- og fjár­mála­starf­semi.  

Ólaf­ur Ragn­ar er í Banda­ríkj­un­um og sit­ur þar m.a. ráðstefn­ur um orku­mál, lofts­lags­mál og alþjóðamál. Þá ræddi hann við út­varps­stöðina Bloom­berg News í morg­unþætti stöðvar­inn­ar og var einnig í beinni út­send­ingu sjón­varps­stöðvar­inn­ar Bloom­berg Televisi­on. Þá ræddi hann við sjón­varp- og net­miðil­inn For­bes.

Fram kem­ur á heimasíðu for­seta­embætt­is­ins, að í þess­um þátt­um var fjallað um stöðu Íslands og lík­ur á end­ur­reisn hag­kerf­is­ins, tæki­færi til nýrr­ar sókn­ar á grund­velli ríkra auðlinda lands­ins, sam­skipt­in við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og lær­dóma sem Ísland, Banda­rík­in og önn­ur lönd geta dregið af hinni alþjóðlegu fjár­málakreppu. 

Í viðtali við Bloom­berg sjón­varps­stöðina sagðist Ólaf­ur Ragn­ar vera þess full­viss, að Ísland muni fljót­lega ná sér upp úr þeirri fjár­mála­lægð, sem það væri nú í.

„Til­gang­ur ferðar minn­ar til New York er meðal ann­ars að miðla alþjóðasam­fé­lag­inu af því sem Ísland hef­ur lært með ærn­um til­kostnaði," hef­ur Bloom­berg eft­ir Ólafi.

Hann seg­ir að fall ís­lensku viðskipta­bank­anna þriggja hafi m.a. stafað af því, að ekk­ert eft­ir­lit var með fjár­mála­starf­semi yfir landa­mæri á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. „Þver­sögn­in er sú, að við erum með sam­eig­in­leg­an fjár­mála­markað en við höfðum ekki sam­eig­in­legt eft­ir­lit­s­kerfi," sagði hann. 

Frétt Bloom­berg

Sjón­varps­viðtal við Ólaf Ragn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka