Meira réði kapp en forsjá

Skagaströnd.
Skagaströnd. www.mats.is

Vinnu­mála­stofn­un seg­ir, að mis­tök af hálfu starfs­manna greiðslu­stofu stofn­un­ar­inn­ar á Skaga­strönd hafi valdið því að greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta til um 2400 bótaþega var frestað um mánaðamót­in júní-júlí.

For­sag­an er sú, að umboðsmaður Alþing­is ritaði for­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar bréf í sum­ar og óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um og skýr­ing­um á nokkr­um atriðum varðandi greiðslur at­vinnu­leys­is­bóta. Til­efni fyr­ir­spurn­ar­inn­ar var frétt þar sem fjallað var um aðstæður at­vinnu­lausr­ar ein­stæðrar móður en síðustu greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta til henn­ar hafði verið frestað með vís­an til þess að hún hefði fengið greidd mæðralaun.

Umboðsmaður óskaði eft­ir staðfest­ingu Vinnu­mála­stofn­un­ar á efni frétt­ar­inn­ar, hversu marg­ir hefðu af þess­um sök­um ekki fengið at­vinnu­leys­is­bæt­ur sín­ar greidd­ar á rétt­um tíma um mánaðamót­in júní/​júlí og hvenær þær hefðu að lok­um verið greidd­ar. Jafn­framt spurði umboðsmaður hvaða laga­grund­völl­ur og sjón­ar­mið hefðu legið að baki frest­un­um, hvort stofn­un­in teldi þær vera stjórn­valdsákv­arðanir og hvernig málsmeðferð þeirra hefði verið háttað.

Í svar­bréfi Vinnu­mála­stofn­un­ar til umboðsmanns kom fram að gerð hefðu verið mis­tök af hálfu starfs­manna greiðslu­stofu Vinnu­mála­stofn­un­ar á Skaga­strönd við sam­keyrslu við staðgreiðslu­grunn rík­is­skatt­stjóra en stofn­un­in hefði yf­ir­farið verklag vegna sam­keyrsl­unn­ar til þess að tryggja að óvissu­ástand sem skapaðist hjá hluta bótaþega um mánaðamót­in júní/​júlí kæmi ekki upp aft­ur.

Með til­liti til þess­ara skýr­inga taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að aðhaf­ast frek­ar vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert