Ræða um greiðsluvanda heimila

Ríkisstjórnin hefur oft fundað með aðilum vinnumarkaðar á undanförnum mánuðum.
Ríkisstjórnin hefur oft fundað með aðilum vinnumarkaðar á undanförnum mánuðum.

For­ustu­menn Alþýðusam­bands Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sitja nú á fundi með ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Ráðherra­bú­staðnum. Á fund­in­um ætla for­ustu­menn ASÍ m.a. að kynna ráðherr­um til­lög­ur, sem samþykkt­ar voru á miðstjórn­ar­fundi í dag um leiðir til að taka á greiðslu­vanda heim­il­anna.

Umræður fóru einnig fram um stöðu at­vinnu­mála á fundi miðstjórn­ar ASÍ í dag og komu þar fram mikl­ar áhyggj­ur af þeirri óvissu sem uppi er um ork­u­nýt­ingu í Þing­eyj­ar­sýslu og fyr­ir­hugað ál­ver á Bakka.

Inn­an launþega­hreyf­ing­ar­inn­ar eru menn á einu máli um að aðgerðir sem sam­komu­lag varð um við gerð stöðug­leika­sátt­mál­ans gangi mjög hægt fyr­ir sig. Það stytt­ist í end­ur­skoðun kjar­samn­ing­anna 1. nóv­em­ber.

Þó viðmæl­end­um á vinnu­markaði og inn­an líf­eyr­is­sjóðanna beri sam­an um að nokk­ur hreyf­ing sé kom­in á viðræður um verk­leg­ar stór­fram­kvæmd­ir ligg­ur enn ekk­ert fyr­ir um hvaða verk verða fyr­ir val­inu. Und­ir­hóp­ar eru að störf­um en upp­haf­lega var sett það mark að viðræðunum yrði lokið 1. sept­em­ber.

Þá er í stöðug­leika­sátt­mál­an­um skýrt kveðið á um að eng­ar höml­ur skuli vera í vegi fyr­ir nýj­um fjár­fest­ing­um í at­vinnu­líf­inu 1. nóv­em­ber.

„Menn þurfa að taka sig veru­lega á ef klára á öll þessi mál,“ sagði Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í Morg­un­blaðinu í dag. „Við geng­um al­gjör­lega út frá því að stýri­vext­irn­ir yrðu komn­ir í eins stafs tölu 1. nóv­em­ber og að vaxta­stig hefði lækkað sam­svar­andi. Sú áætl­un sem Seðlabank­inn lagði fram um gjald­eyr­is­höft­in er afar metnaðarlít­il. Það sýn­ir sig að þau fara al­ger­lega eft­ir kennslu­bók­inni og virka alls ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka