Sendiráð upp á 1,5 milljarða

Frá Tókýó.
Frá Tókýó.

Kostnaður við stofn­un og rekst­ur sendi­ráðs Íslands í Tókýó í Jap­an hef­ur numið tæp­lega 1,5 millj­örðum króna miðað við verðlag hvers árs. Stofn­kostnaður nam í fjár­lög­um 2000-2001 alls 815 m.kr., að sögn Urðar Gunn­ars­dótt­ur, fjöl­miðlafull­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Í fjár­lög­um 2001-2009 var sendi­ráðinu ætlað að fá í rekstr­ar­kostnað 662,9 m.kr, eða um 73,7 m.kr. á ári að jafnaði. Kostnaður er reiknaður skv. fjár­lög­um á verðlagi hvers árs og upp­reiknaður kostnaður yrði tals­vert hærri.

Aðspurð hvort rekst­ur sendi­ráðs í Jap­an skili Íslandi nægj­an­lega miklu til að for­svar­an­legt sé að reka það seg­ir Urður að hlut­verk ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar hafi aldrei verið mik­il­væg­ara en nú, þegar leita þarf allra leiða til að viðhalda og bæta sam­skipti Íslands við er­lend ríki og búa í hag­inn fyr­ir ís­lenska aðila, fyr­ir­tæki og aðra sem hyggi á viðskipti er­lend­is. „Þetta er lang­tíma­verk­efni ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar, og þá ekki síst sendi­ráða í viðkom­andi lönd­um,“ seg­ir Urður og bend­ir á að Jap­an sé annað stærsta hag­kerfi í heimi og í 8. sæti yfir helstu viðskipta­lönd Íslands þar sem vöru­skipta­jöfnuður­inn er hag­stæður Íslandi.

„Engu að síður þarf ut­an­rík­is­ráðuneytið, í ljósi efna­hags­ástands­ins, að skera rekstr­ar­út­gjöld veru­lega niður og hagræða eins og kost­ur er,“ seg­ir Urður en m.a. hef­ur sendiskrif­stof­um verið fækkað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert