Sendiráð upp á 1,5 milljarða

Frá Tókýó.
Frá Tókýó.

Kostnaður við stofnun og rekstur sendiráðs Íslands í Tókýó í Japan hefur numið tæplega 1,5 milljörðum króna miðað við verðlag hvers árs. Stofnkostnaður nam í fjárlögum 2000-2001 alls 815 m.kr., að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Í fjárlögum 2001-2009 var sendiráðinu ætlað að fá í rekstrarkostnað 662,9 m.kr, eða um 73,7 m.kr. á ári að jafnaði. Kostnaður er reiknaður skv. fjárlögum á verðlagi hvers árs og uppreiknaður kostnaður yrði talsvert hærri.

Aðspurð hvort rekstur sendiráðs í Japan skili Íslandi nægjanlega miklu til að forsvaranlegt sé að reka það segir Urður að hlutverk utanríkisþjónustunnar hafi aldrei verið mikilvægara en nú, þegar leita þarf allra leiða til að viðhalda og bæta samskipti Íslands við erlend ríki og búa í haginn fyrir íslenska aðila, fyrirtæki og aðra sem hyggi á viðskipti erlendis. „Þetta er langtímaverkefni utanríkisþjónustunnar, og þá ekki síst sendiráða í viðkomandi löndum,“ segir Urður og bendir á að Japan sé annað stærsta hagkerfi í heimi og í 8. sæti yfir helstu viðskiptalönd Íslands þar sem vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður Íslandi.

„Engu að síður þarf utanríkisráðuneytið, í ljósi efnahagsástandsins, að skera rekstrarútgjöld verulega niður og hagræða eins og kostur er,“ segir Urður en m.a. hefur sendiskrifstofum verið fækkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert