Styttist í greiðsluúrræði

„Ég var að fara yfir hug­mynd­ir sem við höf­um verið að vinna með. Það er ennþá dá­lít­il vinna eft­ir í að vinna úr þeim en við von­umst til að standa við að vera til­bú­in fyr­ir mánaðamót,“ sagði Árni Páll Árna­son fé­lags­málaráðherra, eft­ir að hann kynnti til­lög­ur um hug­mynd­ir að lausn á skulda­vanda heim­il­anna á sam­eig­in­leg­um þing­flokks­fundi stjórn­ar­flokk­anna síðdeg­is í gær.

„Við vilj­um bæði létta greiðslu­byrði fólks og svo auðvitað styrkja þessi sér­tæku úrræði og gera þau þjálli og auðveld­ari í notk­un.“

Aðspurður hvort niður­fell­ing­ar­leið komi til greina, að fella niður hluta íbúðarlána­skulda, sagði Árni Páll reynt að vinna á þess­um tveim­ur for­send­um, að mæta erfiðleik­um í greiðslu­byrði og síðan greiða úr vanda erfiðari skulda­mál­anna.

Hann úti­lok­ar ekki að lán­tak­end­um verði gert kleift að laga af­borg­an­ir að greiðslu­getu sinni.

Innt­ur eft­ir því hvort til greina kæmi að flytja íbúðalán frá bönk­un­um yfir til Íbúðalána­sjóðs – þar með talið mynt­körfulán – sagði Árni Páll verið að horfa á kosti og galla slíkr­ar yf­ir­færslu í heild. Allt kæmi til greina en ekk­ert væri ákveðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert