Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nýlega kölluð til þar sem nemandi hafði orðið uppvís að því að svindla á prófi. Deilur hófust síðan um það hvort nemandinn ætti að fá endurgreitt gjald sem hann hafði borgað fyrir að taka þátt í prófinu.
Fram kemur á heimasíðu lögreglunnar, að nemandinn hafi haft svindlmiða meðferðis. Þegar átti að vísa honum úr prófinu krafðist hann þess að fá prófgjaldið endurgreitt. Á það var ekki fallist og í kjölfarið kom til orðahnippinga og var lögregla loks kölluð til.
Lögreglan segir, að eftir nokkrar fortölur hafi tekist að vísa nemandanum út.