Um 500 erlendir starfsmenn í sláturhúsunum

mbl.is/Árni Torfason

Haustslátrun er nú í full­um gangi í slát­ur­hús­um lands­ins og eru hús­in að lang­stærst­um hluta mönnuð er­lend­um starfs­mönn­um, eins og verið hef­ur sein­ustu ár. Stór­aukið at­vinnu­leysi hef­ur litlu breytt um þetta og skv. at­hug­un Sam­taka at­vinnu­lífs­ins má áætla að um 500 er­lend­ir starfs­menn hafi komið til lands­ins til starfa hér í slát­urtíðinni.

„Við mönn­um nán­ast ein­göngu með út­lend­ing­um. Það er ekki mikið um nýráðning­ar Íslend­inga,“ seg­ir Gísli Garðars­son, slát­ur­hús­stjóri SAH afurða ehf. á Blönduósi. Í slát­urtíðinni eru 95 starfs­menn þar við störf og eru er­lendu starfs­menn­irn­ir um 70 tals­ins, flest­ir frá Póllandi og Nýja-Sjálandi. Mik­ill meiri­hluti er­lendu starfs­mann­anna hef­ur starfað áður í slát­ur­hús­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert