Síðastliðið ár hefur vörukarfan hækkað mest hjá lágvöruverðsverslunum um 22‐24% en strax á hæla þeim koma klukkuverslanir þar sem karfan hefur hækkað um 15‐23% frá því í september í fyrra. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Hjá þjónustuverslununum hefur vörukarfan hækkað um 9–16% á tímabilinu.
Segir á vef ASÍ að verðlagseftirlit ASÍ geri reglulega kannanir á verði almennrar innkaupakörfu til heimilisins í helstu verslunarkeðjum á matvörumarkaði. Áberandi sé hversu miklar almennar hækkanir eru á nánast öllum liðum körfunnar undanfarið ár.