AGS ræddi við samráðsnefnd

Nefnd frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum átti í vikunni fund í samgönguráðuneytinu með fulltrúum samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál.

Ráðgjafar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á sviði greiðslustjórnunar og einkaframkvæmda opinberra aðila hafa dvalið hér undanfarna daga til að afla sér upplýsinga um hvernig þeim málum er háttað bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Voru nefndarmennirnir fræddir um starf og verkefni samráðsnefndarinnar sem snúast meðal annars um að greina ýmsa þróun og fjárhagsstöðu sveitarfélaga og leggja fram tillögur um að styrkja fjármálastjórn sveitarfélaga og veita þeim ráðgjöf varðandi aðkomu þeirra að hagstjórninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert