Harmar uppsagnir

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.

Stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur samþykkt álykt­un þar sem harmaðar eru fjölda­upp­sagn­ir á Morg­un­blaðinu í dag. Þá seg­ist stjórn­in einnig telja þá ákvörðun eig­enda blaðsins, að ráða um­deild­an stjórn­mála­mann sem rit­stjóra Morg­un­blaðsins rýra trú­verðug­leika blaðsins.

Í álykt­un Blaðamanna­fé­lags­ins seg­ir, að þeir sem lengst hafi unnið hjá blaðinu og sagt var upp störf­um í dag, hafi verið þar í um 40 ár.

„Á sama tíma og rit­stjór­um blaðsins sé fjölgað í tvo er gíf­ur­legri reynslu og þekk­ingu nærri tutt­ugu blaðamanna kastað á glæ í nafni hagræðing­ar.

Blaðamanna­fé­lagið tel­ur þá ákvörðun  eig­enda blaðsins að ráða um­deild­an stjórn­mála­mann sem rit­stjóra Morg­un­blaðsins rýra trú­verðug­leika blaðsins. Af­skipti Davíðs Odds­son­ar af stjórn­mál­um og störf hans sem seðlabanka­stjóri tengja hann efna­hags­hrun­inu síðasta haust með slík­um hætti að blaðamenn geta ekki við unað. Blaðamanna­fé­lagið ótt­ast um starfs­ör­yggi og starfs­skil­yrði þeirra fé­lags­manna sem enn starfa hjá blaðinu," seg­ir í álykt­un fé­lags­ins.

Þar er jafn­framt lýst þung­um áhyggj­um af stöðu fjöl­miðla á Íslandi, enda hafi um hundrað blaðamönn­um verið sagt upp störf­um síðustu miss­eri. Þá hafi harka­leg­ur niður­skurður á rit­stjórn­um þrengt mjög að fag­legri og frjálsri blaðamennsku.

„Þetta er sér­stak­lega hættu­legt nú þegar aldrei hef­ur riðið jafn mikið á og nú að standa vörð um lýðræði hér á landi," seg­ir síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert