Hestasport-Ævintýraferði kom hvergi nærri

Siglt niður Austari-Jökulsá í Skagafirði.
Siglt niður Austari-Jökulsá í Skagafirði. mbl.is/Þorkell

Fyrirtækið Hestasport-Ævintýraferðir í Skagafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað er að það kom hvergi nærri því óhappi í flúðasiglingum í Austari-Jökulsá, sem Morgunblaðið greindi frá sl. þriðjudag, eða eftirmálum af því.

Magnús Sigmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tekur fram að starfsleyfi Hestasports-Ævintýraferða sé í fullu gildi og þar að auki starfi enginn fulltrúi Vinnueftirlitsins hjá félaginu, eins og framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar á Bakkaflöt hélt fram í blaðinu. Siglingastofnun er með atvikið hjá Bátafjöri Bakkaflatar til skoðunar, í samstarfi við Vinnueftirlitið, þegar maður á fimmtudagsaldri örmagnaðist í flúðasiglingu og var nærri drukknaður. Eru það einkum viðbrögð við óhappinu sem eru til skoðunar og öryggisaðbúnaður hjá fyrirtækinu. Var haft eftir talsmanni Siglingastofnunar að mögulega verði hnykkt á þeim verklagsreglum sem liggja að baki starfsleyfinu sem stofnunin gefur út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert