Íslendingar tengdir við stórt fíkniefnamál

Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í málinu lagði lögreglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af melassa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara.

Málið, sem gekk undir vinnuheitinu Landamærafellibylurinn hjá lögreglu, kom upp í maí síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli ytra. Málið teygði anga sína til Hollands, Lettlands, Bahamaeyja, Þýskalands og Íslands og vel á annan tug manna var handtekinn vegna þess, samkvæmt Fréttablaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert