Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur skipað Sigurlínu Sveinbjarnardóttur í starf skólastjóra Hvolsskóla frá 1. október 2009 til 31. júlí 2010. Skólastjóralaust var á Hvolsvelli í haust en tveir deildarstjórar hafa stýrt skólanum frá því hann var settur. Voru þeir fyrst settir í starf skólastjóra til 20. september en sú setning hefur verið framlengd til mánaðamóta.
Fram kemur í héraðsfréttablaðinu Dagskránni, að Sigurlína sé fædd og uppalin í Fljótshlíðinni og þar hafi föðurfólk hennar búið í marga ættliði. Hún hafi starfað við skólastjórnun síðan 2001 í Garðabæ og Kópavogi. Menntun hennar snúi aðallega að skóla og umhverfismálum og lauk Sigurlín mastersnámi 2004 í skólastjórnun.