„Ögrun við stöðugleikasáttmálann"

Vilhjálmur Egilsson, Gylfi Arnbjörnsson og Ólafur Darri Andrason koma út …
Vilhjálmur Egilsson, Gylfi Arnbjörnsson og Ólafur Darri Andrason koma út úr ráðherrabústaðnum í gær mbl.is/Árni Sæberg

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um, sé ögr­un við stöðug­leika­sátt­mál­ann sem rík­is­stjórn­in, sveit­ar­fé­lög­in og aðilar vinnu­markaðar­ins gerðu með sér í sum­ar. Sam­kvæmt hon­um skal stefnt að því að stýri­vext­ir fari niður í eins stafs tölu fyr­ir 1. nóv­em­ber. 

Rík­is­stjórn­in hlýt­ur að beita sér

Næsti vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur Seðlabank­ans er 5. nóv­em­ber en ekki er úti­lokað að bætt verði við vaxta­ákvörðun­ar­degi í októ­ber. Aðspurður um hvort for­send­ur stöðug­leika­sátt­mál­ans séu ekki brostn­ar seg­ist Vil­hjálm­ur ekki vilja segja neitt þar um fyrr en 1. nóv­em­ber.  Hann tel­ur að rík­is­stjórn­in hljóti að beita sér gagn­vart Seðlabank­an­um verði þetta raun­in, það er ef stýri­vext­ir verði áfram 12%.

Vil­hjálm­ur seg­ir að for­send­ur hafi ekki breyst í frá því í sum­ar þegar sett var inn í stöðug­leika­sátt­mál­ann ákvæði um það að aðilar vinnu­markaðar­ins myndu treysta því að vext­irn­ir yrðu komn­ir niður í eins stafs tölu þann 1. nóv­em­ber. „Það er eng­in til­vilj­un að þetta ákvæði var sett inn," seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is

Hátt vaxta­stig fram­leng­ir krepp­una

Hann seg­ist líta svo á að þetta vaxta­stig fram­lengi krepp­una og valdi því að hér ríki áfram sam­drátt­ur.

„Fyr­ir­tæki eru ekki að fjár­festa eða bæta við á grund­velli þessa vaxta­stigs. Fyr­ir fyr­ir­tæki sem séu í erfiðleik­um þá stækk­ar þetta af­skrifta­haug­inn sem bank­arn­ir þurfa að af­skrifa.

Fyr­ir fyr­ir­tæki sem eru í góðum rekstri og gætu verið að fjár­festa þá taka þau ekki pen­inga að láni á grund­velli þess­ara vaxta. Með því er verið að fram­lengja krepp­unni. Seðlabank­inn er að búa til sam­drátt með þessu.

Við telj­um að það þyrfti ekki að vera sam­drátt­ur á næsta ári og í stöðug­leika­sátt­mál­an­um erum við að reyna að stuðla að hag­vexti á næsta ári. En með þessu er Seðlabank­inn í raun­inni að leggja drög að því að það verði sam­drátt­ur á næsta ári og við kom­umst ekki út úr krepp­unni," seg­ir Vil­hjálm­ur. 

Fleiri fyr­ir­tæki í þrot

Að sögn Vil­hjálms fylgja þessu gjaldþrot fyr­ir­tækja og það sé bein­lín­is háska­legt að ætla sér að hækka skatta á sama tíma líkt og til standi. 

Hann vill þó ekki spá því að fólks­flótti bresti hér á en að eitt­hvað verði um að fólk og fyr­ir­tæki yf­ir­gefi landið. Eins auki þetta ekki aðdrátt­ar­afl Íslands. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert