Rætt um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ

Mosfellsbær.
Mosfellsbær.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ og fyr­ir­tækið PrimaCare eiga í viðræðum um sam­vinnu varðandi bygg­ingu einka­sjúkra­húss og hót­el. Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar að unnið hafi verið að stefnu­mót­un þar sem fram kem­ur að Mos­fells­bær verði yf­ir­lýst­ur heilsu­bær.

Í yf­ir­lýs­ing­unni lýs­ir bæj­ar­ráðið yfir sér­stakri ánægju yfir því að um­hverf­is­sjón­ar­mið verði höfð að leiðarljósi við bygg­ingu og rekst­ur sjúkra­húss­ins og að áhersla verði lögð á sjálf­bærni og sam­spil við nátt­úr­una. 

Gert er ráð fyr­ir að hjá PrimaCare muni starfa rúm­lega 600 manns og seg­ir bæj­ar­ráðið að fyr­ir­tæki af þeirri stærðargráðu myndi skipta miklu  máli fyr­ir Mos­fells­bæ. Yrði það mikið gleðiefni ef for­svars­menn PrimaCare kjósa að reisa sjúkra­húsið í Mos­fells­bæ. 

Fram hef­ur komið, að PrimaCare stefni að opn­un einka­spítala hér á landi árið 2012 þar sem sjúk­ling­arn­ir kæmu all­ir frá út­lönd­um. Prima Care telji starf­sem­ina geta skilað allt að 10 þúsund ferðamönn­um til lands­ins ár­lega og upp und­ir 10 millj­örðum kr. í gjald­eyris­tekj­ur. Unnið er að mál­inu í sam­vinnu við banda­ríska fyr­ir­tækið Shi­boomi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert