Rauðri málningu slett á hús Hreiðars Más

Málningu var slett á hús Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í nótt. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem slík skemmdarverk eru unnin á heimili Hreiðars Más og líkt og oft áður er sendur póstur á fjölmiðla frá einhverjum sem nefnir sig Skap ofsi til þess að vekja athygli á skemmdarverkunum.

Heimili fjölda fólks, sem tengist bankamálum eða útrásinni, hafa fengið að kenna á rauðri málningu á síðustu vikum og mánuðum. Málin eru öll í rannsókn hjá lögreglunni, en enginn hefur enn verið handtekinn eða kærður vegna atvikanna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert