Stjórnir hafi stjórnina

Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. mbl.is/Gunnar

„Þetta var nú frek­ar aug­ljóst frá upp­hafi og dóm­ur­inn ít­rek­ar í raun bara að stjórn­ir í hluta­fé­lög­um eiga að stjórna fé­lög­un­um en ekki einn fram­kvæmda­stjóri,“ seg­ir Magnús Soff­an­ías­son. Hæstirétt­ur féllst í dag á kröfu Magnús­ar um að umboðsveit­ing til fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins Soff­an­ías­ar Cecils­son­ar hf. á Grund­arf­irði til að skuld­binda fé­lagið, væri ógild.

Magnús seg­ist munu fara yfir málið með lög­fræðing­um sín­um og ekki sé ljóst hvert fram­haldið verði. „En ég vil benda á það að ef menn brjóta af sér inn­an hluta­fé­laga og ein­hver vill stöðva það þá er þetta tím­inn sem það tek­ur,“ seg­ir Magnús.

Málið snýst um, að í mars árið 2007 ákvað fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, með samþykki meiri­hluta stjórn­ar fé­lags­ins, að taka þriggja millj­arða króna lán hjá Lands­banka Íslands, og fjár­festa m.a. í hluta­bréf­um í Lands­bank­an­um og í pen­inga­markaðssjóði Lands­bank­ans. Lán­tak­an var í japönsk­um jen­um og sviss­nesk­um frönk­um. Eign fyr­ir­tæk­is­ins í Lands­bank­an­um varð síðan verðlaus við hrun bank­ans í fyrra en skuld­irn­ar hafa hins veg­ar vaxið gríðarlega.

Magnús Soff­an­ías­son, sem var í minni­hluta inn­an fé­lags­ins, höfðaði mál og krafðist þess að  ógilt yrði sú ákvörðun stjórn­ar­inn­ar, að veita fram­kvæmda­stjóra Soff­an­ías­ar Cecils­son­ar hf. umboð til að skuld­binda fé­lagið. Jafn­framt krafðist Magnús þess að umboðið verði ógilt með dómi. Héraðsdóm­ur Vest­ur­lands og síðan Hæstirétt­ur hafa nú fall­ist á þessa kröfu.

Fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki

Soff­an­ías Cecils­son byggði fyr­ir­tækið, sem kennt var við hann, upp frá unga aldri og rak í ára­tugi. Árið 1993 stofnaði hann og fjöl­skylda hans hlut­fé­lagið Soff­an­ías Cecils­son hf. og fyr­ir­tækið hef­ur fram á þenn­an dag verið eitt af und­ir­stöðufyr­ir­tækj­um at­vinnu­lífs­ins í Grund­arf­irði. Soff­an­ías lést árið 1999 og fljót­lega eft­ir það tók tengda­son­ur hans, Sig­urður Sig­ur­bergs­son, við sem fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins.

Soff­an­ías hafði gengið frá skipt­ingu fyr­ir­tæk­is­ins milli barna sinna og eig­in­konu upp úr miðjum síðasta ára­tug liðinn­ar ald­ar og komu rétt rúm 30% í hlut hvers þriggja barna hans. Rún­ar Sig­trygg­ur Magnús­son, ann­ar tengda­son­ur Soff­an­ías­ar, er stjórn­ar­formaður Soff­an­ías­ar Cecils­son­ar hf. og þriðji stóri hlut­haf­inn er Magnús Soff­an­ías­son. Magnús var stjórn­ar­formaður fé­lags­ins frá ár­inu 2000 til 2005 að Rún­ar Sig­trygg­ur tók við stjórn­ar­for­mennsk­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert