Stóð við loforð um bleikan bíl

Það eru yfirleitt karlar í krapinu sem aka sendibílum, Halli Pé er einn þeirra og hann hvílir nægilega í sinni karlmennsku til að standa við loforð um að láta sprauta bílinn sinn bleikan.

Það vakti því furðu fréttamans að sjá skærbleikan sendibíl á götum borgarinnar, það hefur til þessa ekki þótt mjög karlmannlegur litur.

Halli Pé þurfti að láta sprauta sendibílinn sinn og fékk hann tengdason sinn til verksins. Í gamni skoraði tengdasonurinn á Halla að skipta alfarið um lit á bílnum og sagði að hann þyrði örugglega ekki að láta sprauta bílinn bleikan. 

Halli tók áskoruninni og bakkaði ekki með það loforð og nú má sjá árangurinn á götum Reykjavíkur. Halli segist oft vera pantaður til að ferja stúlkur á milli staða í svokölluðum gæsapartíum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert