Tæplega 7000 vinnuslys í fyrra

Frá vinnu við Kárahnjúkavirkjun. Rúmlega 1.600 vinnuslys voru skráð þar …
Frá vinnu við Kárahnjúkavirkjun. Rúmlega 1.600 vinnuslys voru skráð þar í Slysaskrá meðan á framkvæmdum stóð. mbl.is

Á ár­inu 2008 urðu 6.997 vinnu­slys sam­kvæmt slysa­skrá Íslands. Þetta eru um 4% af vinnu­afli á ár­inu. Alls slösuðust 1.758 ein­stak­ling­ar í þess­um vinnu­slys­um þannig að um til­kynn­ing­ar­skyld vinnu­slys er að ræða. Til­kynn­ing­ar­skyld vinnu­slys eru öll al­var­leg slys og slys sem valda fjar­vist sem nem­ur meira en degi til viðbót­ar slysa­degi. Krist­inn Tóm­as­son, yf­ir­lækn­ir Vinnu­eft­ir­lits­ins seg­ir að leggja þurfi rík­ari áherslu á vinnu­vernd og kerf­is­bundið áhættumat og for­varn­ir á öll­um stig­um.

Slysa­skrá Íslands er miðlæg­ur gagna­banki sem inni­held­ur upp­lýs­ing­ar um slys með meiðslum og upp­lýs­ing­ar um eigna­tjón í um­ferðaró­höpp­um. Til­rauna­skrán­ing hófst í Slysa­skrá Íslands 1. októ­ber 2001. Form­leg skrán­ing hófst hins veg­ar 1. apríl 2002 og frá og með þeim tíma hafa töl­ur verið gefn­ar út. Í fyrra skráðu tæp­lega tutt­ugu aðilar slys í skrána, Vinnu­eft­ir­litið, embætti Rík­is­lög­reglu­stjóra, trygg­inga­fé­lag og heil­brigðis­stofn­an­ir.

Brýnt að setja vinnu­vernd hærra á stall

Yf­ir­lækn­ir Vinnu­eft­ir­lits­ins rit­ar pist­il um vinnu­slys og for­varn­ir á vef stofn­un­ar­inn­ar. Hann seg­ir m.a. að mark­mið vinnu sé vellíðan og vel­meg­un, sjálf­um sér, sín­um og sam­fé­lagi til hags­bót­ar. Grund­vall­ar­mark­mið vinnu­vernd­ar sé að tryggja að vinnu­um­hverfið, eðli vinn­unn­ar og vinnu­lag sé með þeim hætti að heilsa starfs­manns­ins verði ekki fyr­ir tjóni held­ur skáni. Nú þegar kreppi að hjá fyr­ir­tækj­um og heim­il­um, ríki og sveit­ar­fé­lög­um sé brýnt að setja vinnu­vernd hærra á stall þannig að tjón vegna lé­legs vinnu­um­hverf­is verði sem minnst.

Krist­inn seg­ir að töl­ur um vinnu­slys í fyrra gefi vís­bend­ingu um tjón, bæði fjár­hags­legt og tjón sem ekki verði metið til fjár, sem megi fyr­ir­byggja.

„Hvert til­felli er hins veg­ar ekki talið í fjöl­miðlum þar sem við erum orðin samdauna þess­ari staðreynd. Það er hins veg­ar ljóst að með mark­viss­um aðgerðum má ná betri ár­angri. Val á verk­efn­um til verðmæta­sköp­un­ar, vinnuaðferðir, vinnu­um­hverfi, mennt­un, reynsla og fleira hef­ur áhrif á hvort og hvernig við náum þess­um grunn­mark­miðum vinnu­vernd­ar – betri heilsa vinn­andi fólks,“ seg­ir krist­inn Tóm­as­son.

Hann seg­ir að í þessu sam­hengi megi líta til hinna miklu fram­kvæmda á Aust­ur­landi á umliðnum árum og til­kynntra vinnu­slysa. Á Fljóts­dals­héraði slösuðust frá 2003 til 25.8.2009, 1.594 karl­ar og 61 kona. Í Fjarðabyggð á sama tíma slösuðust 119 karl­ar og 24 kon­ur. Vinnu­slys í tengsl­um við fram­kvæmd­irn­ar fyr­ir aust­an eru með öðrum orðum hlut­falls­lega mörg.

„Þessi “vinnu­slysa­skulda­byrði” skýrist án efa að hluta af hættu­legri verk­efn­um. Í framtíðinni þarf því að leggja rík­ari áherslu á að verk­efni sem val­in eru til verðmæta­sköp­un­ar séu til þess fall­in að upp­fylla kröfu vinnu­vernd­ar um að þau efli heilsu og vel­meg­un starfs­manns­ins. Þurfi menn að sinna hættu­leg­um verk­efn­um þá þarf að leggja rík­ari áherslu á vinnu­vernd og kerf­is­bundið áhættumat og for­varn­ir á öll­um stig­um allt frá fyrsta skrefi í und­ir­bún­ingi til þess að dag­leg­ur rekst­ur sé í blóma,“ seg­ir Krist­inn Tóm­as­son, yf­ir­lækn­ir Vinnu­eft­ir­lits­ins.

Vef­ur Vinnu­eft­ir­lits­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert