Þjóðlenda á Brúaröræfum

Úr Kringilsárrana og Snæfell í bakgrunni.
Úr Kringilsárrana og Snæfell í bakgrunni. Ragnar Axelsson

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð óbyggðanefnd­ar um land jarðar­inn­ar Brú­ar á Jök­ul­dal. Eig­end­ur Brú­ar I og II stefndu rík­inu til ógild­ing­ar á úr­sk­urðinum og viður­kenn­ing­ar á eign­ar­rétt­ar­legri stöðu jarðar­inn­ar.

Um er að ræða tvö svæði sem tal­in voru liggja inn­an marka þjóðlendu. Auk þess hluta Vatna­jök­uls sem málið tók til.

Annað svæðið  ligg­ur milli Jök­uls­ár á Jök­ul­dal og landa­merkja Laug­ar­valla í austri, Brú­ar­jök­uls í suðri, Kver­kár og Kreppu í vestri og að norðan inn­an línu, sem dreg­in var eft­ir til­greind­um hæðarpunkt­um. Fyr­ir óbyggðanefnd höfðu bænd­urn­ir lýst þessu landsvæði sem hluta jarðar­inn­ar.

Norður­mörk þjóðlendu voru þó ákveðin sunn­ar á þessu svæði en ríkið hafði dregið kröf­u­línu sína.

Bænd­urn­ir höfðuðu mál og kröfðust þess að felld­ur yrði úr gildi úr­sk­urður óbyggðanefnd­ar að því er varðaði þjóðlendu á landsvæði, sem nefnt hef­ur verið Brúarör­æfi inn­an til­greindra marka og viður­kenn­ing­ar á því að á Brúarör­æf­um væri eng­in þjóðlenda.

Til vara gerðu þeir sams kon­ar tvíþætta kröfu, sem tók aðeins til aust­asta hluta landsvæðis­ins og markaðist af Jök­ulsá á Jök­ul­dal í austri, Sauðá að vest­an og Vatna­jökli í suðri.

Ríkið var sýknað af kröf­um land­eig­end­anna í Héraðsdómi Aust­ur­lands og Hæstirétt­ur hef­ur nú staðfest héraðsdóm­inn. 

Málið dæmdu hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir Garðar Gísla­son, Gunn­laug­ur Claessen, Hjör­dís Há­kon­ar­dótt­ir og Markús Sig­ur­björns­son og Viðar Már Matth­ías­son sett­ur hæsta­rétt­ar­dóm­ari.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert