Uppsagnir hjá Árvakri

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. mbl.is/ÞÖK

Uppsagnir starfsfólks hafa verið hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, í dag. Að sögn Óskars Magnússonar, útgefenda blaðsins, tengjast uppsagnirnar víðtækum skipulagsbreytingum, sem hafa verið í undirbúningi hjá fyrirtækinu. 

Óskar vildi að svo stöddu ekki upplýsa hve mörgum hefði verið sagt upp í dag. Hann sagði að starfsfólki Árvakurs yrði gerð grein fyrir þessum breytingum á starfsmannafundi 16:30 í dag og fjölmiðlum þar á eftir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert