Fólksbíl var ekið út af Rauðasandsvegi á sunnanverðum Vestfjörðum um kl. 14.00 í gær. Ökumaðurinn, sem var erlendur ferðamaður, slapp ómeiddur. Hann var einn í bílnum og tilkynnti sjálfur um óhappið. Bíllinn skemmdist mikið.
Vetur konungur er farinn að gera vart við sig á fjallvegum fyrir vestan. Lögreglan á Patreksfirði sagði að nú sé smá krapi á veginum um Hálfdán, milli Patreksfjarðar og Bíldudals, og eins á Kili, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar.