Vítisenglar „ekkert án merkjanna“

Merki Vítisengla.
Merki Vítisengla.

„Þessir menn eru eins og rándýr, ferðast í flokkum, en þeir eru ekkert án merkjanna,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamtaka lögreglumanna, á málþingi sem félag laganema við Háskóla Íslands, Orator, hélt á dögunum. Snorri er sannfærður um að bann við auðkennismerkjum vélhjólasamtaka muni gera þeim erfiðara fyrir að feta slóð á glæpabraut.

Útlit er fyrir að sjálfstæðri og fullgildri deild Vítisengla (e. Hells Angels) verði komið á fót hér á landi haustið 2010. Lögregluyfirvöld telja að það muni leiða til aukinnar spennu í undirheimum Íslands og hættu á átökum. Því er allra leiða leitað til að hefta framgang samtakanna.

Rótunum ekki náð upp aftur

Sérstakur stýrihópur var settur á fót í október á síðasta ári og hefur það verkefni að reyna að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi – sérstaklega vélhjólagengjum. Meðal annars hefur verið litið til reynslu annarra landa.

„Þar sem [Vítisenglar] hafa skotið rótum hefur ekki tekist að ná þeim upp aftur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Og samtökin hafa skapað gríðarleg vandamál í samfélögum.“

Ein þeirra hugmynda sem skotið hafa upp kollinum er að leggja bann við auðkennismerkjum vélhjólasamtaka. Það var reynt í Kanada og gafst ágætlega til að byrja með. Hafi kanadísk lögregla afskipti af merktum vélhjólamönnum leiðir það til hárrar sektar fyrir hinn merkta.

Snorri segir Vítisengla og önnur slík samtök lifa á ótta almennings við þau. Hann tekur sem dæmi að meðlimir Fáfnis hafi einhverjir verið dæmdir fyrir ofbeldisglæpi. Það geti hins vegar breyst á næstu árum. „Enginn þorir að segja til manna sem tilheyra svo alræmdum hópi og eiga í kjölfarið yfir höfði sér hefnd.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert