Hlutlæg upplýsingagjöf mikilvæg

Merki Alþýðusambands Íslands.
Merki Alþýðusambands Íslands.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) mun leggja áherslu á öfluga og vandaða upplýsingamiðlun til félagsmanna sinna varðandi aðildarumsókn að ESB. Miðstjórn ASÍ fjallað um aðildarumsóknina á fundi sl. miðvikudag og hlutverk ASÍ við að skilgreina samningsmarkmið Íslands með hagsmuni launafólks að leiðarljósi.

Í frétt á vef ASÍ segir m.a. að sambandið muni miðla upplýsingum um samningsmarkmiðin, framgang viðræðnanna og samningsniðurstöðuna þegar hún liggur fyrir. „Mikilvægt er að um hlutlæga upplýsingagjöf verði að ræða og rök bæði með og á móti komi fram,“ segir í fréttinni. Undirbúningur er hafinn af hálfu ASÍ fyrir aðildarviðræðurnar sem eiga að hefjast í byrjun næsta árs.

Frétt ASÍ um aðildarumsóknina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka