Biðröð út úr dyrum eftir graut

Það var enginn Ólíver Twist sjáanlegur í grautarbiðröðinni í Menntaskólanum við Hamrahlíð í morgun. Nemendur fá ókeypis hafragraut eftir fyrstu kennslustund og segir rektor skólans að nemendur séu sjáanlega sprækari.

Sú hugmynd að bjóða nemendum upp á hafragraut á morgnanna kom upp sem grín á kennarastofunni. En sá brandari er nú orðinn að mjög vinsælum þætti í skólastarfinu og liður í hollari lifnaðarháttum nemenda sem kunna vel að meta grautinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka