Eiginmaður Hildar seldi stofnbréf

Kaupandi stofnfjárbréfa í SPRON sumarið 2007 hefur fengið staðfest að seljandi bréfanna var Halldór Kolbeinsson, eiginmaður Hildar Petersen, þáverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Maðurinn keypti bréf að upphæð um þrjár milljónir króna.

Grímur Sigurðsson hrl. hafði milligöngu um að afla upplýsinganna frá skilanefnd SPRON, en Grímur hefur rekið nokkur svona mál fyrir kaupendur stofnfjárbréfa. Eins og fram hefur komið í fréttum hyggjast einhverjir kaupendur láta reyna á það fyrir dómstólum hvort kaupin geti gengið til baka á þeim forsendum að seljendur hafi búið yfir innherjaupplýsingum.

Fréttastofa RÚV skýrði frá því í síðustu viku að hún hefði heimildir fyrir því að karlmaður, sem keypti stofnfjárbréf í SPRON fyrir fimm milljónir króna sumarið 2007, hefði fengið upplýsingar um hver væri seljandinn. Maðurinn var upplýstur um það að seljandi bréfanna hefði verið Hildur Petersen.

Það kom fram á sínum tíma að auk Hildar hafi stjórnarmennirnir Gunnar Þ. Gíslason og Ásgeir Baldurs selt eigin bréf í SPRON sumarið 2007. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert