Flækir undirbúning stórframkvæmda

Líklegt er að ráðist verði í byggingu nýs sjúkrahúss á …
Líklegt er að ráðist verði í byggingu nýs sjúkrahúss á Landspítalalóð. mbl.is/Ómar

Undirbúningur stórframkvæmda verður flóknari þar sem ríkið getur ekki tekið á sig auknar lánaskuldbindingar. Leitað er nýrra leiða við fjármögnun og rætt um stofnun félaga um spítala og virkjun.

Nú er fyrst og fremst litið til tveggja stórframkvæmda sem mestar líkur eru á að ráðast megi í. Annars vegar er um að ræða uppbyggingu nýs sjúkrahúss á Landspítalalóðinni og hins vegar byggingu Búðarhálsvirkjunar.

Ríkissjóður getur ekki gengist í beinar ábyrgðir og eru settar þröngar skorður vegna samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, AGS, þar sem útilokað er að ríkið geti tekið á sig lánaskuldbindingar við fjármögnun svo fjárfrekra verkefna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert