Holskefla uppboða verði frestur ekki framlengdur

Sára­lítið er um að upp­boðsmeðferð eigna sem hef­ur verið frestað sé aft­ur­kölluð. Frest­ur­inn renn­ur út í lok næsta mánaðar og verði hann ekki fram­lengd­ur er von á holskeflu upp­boða. Aðstoðarmaður dóms­málaráðherra seg­ir málið í skoðun.

Sam­kvæmt bráðabirgðaákvæði sem bætt var við lög um nauðung­ar­sölu í mars sl. ber sýslu­manni að fresta töku ákvörðunar um byrj­un upp­boðs eða ráðstöf­un eign­ar á al­menn­um markaði fram yfir 31. októ­ber nk. óski skuld­ari þess. Þetta nýttu marg­ir sér og hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík hef­ur upp­boðsmeðferð verið frestað á 328 eign­um og 146 hjá sýslu­mann­in­um í Kefla­vík. Að lög­um óbreytt­um hefst upp­boð á eign­un­um því í nóv­em­ber.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík hef­ur mál­um sem hef­ur verið frestað ekki fækkað svo neinu nemi. Viðkom­andi ein­stak­ling­um hafi því ekki tek­ist að vinna í sín­um mál­um og að óbreyttu verði selt ofan af þeim.

Ása Ólafs­dótt­ir, aðstoðarmaður dóms­málaráðherra, seg­ir ekki hafa verið gert ráð fyr­ir því að frest­ur­inn yrði fram­lengd­ur þegar frum­varp þessa efn­is var samþykkt. Hins veg­ar sé það í skoðun sem hluti af heild­arpakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ráðist á næstu vik­um. Málið muni koma til kasta Alþing­is sem kem­ur sam­an að nýju nk. fimmtu­dag. Þó svo að heim­ild­in liggi fyr­ir hafa fleiri eign­ir verið seld­ar hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík á ár­inu en á sama tíma í fyrra.

128 fast­eign­ir höfðu í lok ág­úst farið á nauðung­ar­sölu hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík 76 eign­ir höfðu verið seld­ar hjá sýslu­mann­in­um í Kefla­vík en þær voru 27 allt árið 2007

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert