Hvalveiðunum er lokið í ár

Hvalur 9 á leið í land með langreyðar á síðunni.
Hvalur 9 á leið í land með langreyðar á síðunni. mbl.is/Rax

Hvalbátarnir tveir komu til Hvalfjarðar í gærmorgun með tvo hvali hvor og voru það síðustu hvalirnir á þessari vertíð. Alls veiddust 125 langreyðar á vertíðinni af þeim 150 hvala kvóta, sem Hvalur hf. fékk úthlutað.

Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., er spáð brælu næstu daga og því var ákveðið að ljúka vertíðinni núna. Daginn er tekið að stytta mjög og því hefði ekki verið hægt að halda skipunum úti miklu lengur. Að sögn Kristjáns lýkur vertíðinni á svipuðum tíma nú og á öldinni sem leið, áður en hvalveiðistoppið tók gildi.

Kristján Loftsson er mjög ánægður með vertíðina og segir að hún hafi gengið vel að öllu leyti, bæði veiðar og vinnsla.

Hval hf. er heimilt að flytja 20% kvótans yfir á næsta ár. Því er ljóst að 25 langreyðar verða veiddar á næsta ári. Hver hvalur vegur að meðaltali 40 tonn svo að ljóst er að heil 1.000 tonn verða flutt milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka