Lífdísilolía úr vetrarrepju

Ólafur Eggertsson (t.h.) bóndi á Þorvaldsheyri afhenti Jóni Bjarnasyni ráðherra …
Ólafur Eggertsson (t.h.) bóndi á Þorvaldsheyri afhenti Jóni Bjarnasyni ráðherra flösku af dísilolíu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fékk nýlega afhenta flösku af lífdísil (biodísel eða jurtadísilolíu) sem unnin var í haust úr vetrarrepju frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.

Hér er um nýja aukabúgrein að ræða og er þetta fyrsta framleiðslu bíódísil hér á landi. Það var Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri sem afhenti flöskuna.

Framleiðsla bíódísil er verkefni á vegum rannsóknar og þróunarsviðs Siglingarstofnunar sem vinnur það í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og bændur víða um land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert