Lífdísilolía úr vetrarrepju

Ólafur Eggertsson (t.h.) bóndi á Þorvaldsheyri afhenti Jóni Bjarnasyni ráðherra …
Ólafur Eggertsson (t.h.) bóndi á Þorvaldsheyri afhenti Jóni Bjarnasyni ráðherra flösku af dísilolíu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra fékk ný­lega af­henta flösku af líf­dísil (bi­o­dísel eða jurta­dísi­lol­íu) sem unn­in var í haust úr vetr­ar­repju frá Þor­valds­eyri und­ir Eyja­fjöll­um.

Hér er um nýja auka­bú­grein að ræða og er þetta fyrsta fram­leiðslu bíó­dísil hér á landi. Það var Ólaf­ur Eggerts­son bóndi á Þor­valds­eyri sem af­henti flösk­una.

Fram­leiðsla bíó­dísil er verk­efni á veg­um rann­sókn­ar og þró­un­ar­sviðs Sigl­ing­ar­stofn­un­ar sem vinn­ur það í sam­starfi við Land­búnaðar­há­skóla Íslands og bænd­ur víða um land.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka