Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fyrirtækið Alhjúkrun ehf. greiða fyrrverandi sjúkraliða hjá fyrirtækinu rúmlega 1200 þúsund krónur en í ljós kom að launagreiðslur sjúkraliðans höfðu ekki verið í samræmi við kjarasamning.
Um er að ræða launagreiðslur ársins 2007 samtals tíu mánaða tímabil. Sjúkraliðinn og Alhjúkrun höfðu gert ráðningarsamning en í honum var ekki vísað til neins kjarasamnings sem gilda myndi um laun og önnur starfskjör starfsmanns.
Ráðningarkjör sjúkraliðans voru langt undir lágmarkskjörum sem kveðið er á um í gildandi kjarasamningum Sjúkraliðafélags Íslands og því brot á 1. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.