Fyrir stundu varð háspennubilun í Breiðholti sem olli því að rafmagnslaust er í Hóla- og Fellahverfi. Að sögn Orkuveitu Reykjavíkur er unnið að viðgerð og vonast til að rafmagn komist á fljótlega.
Unnið er að bilanagreiningu og fengust þær upplýsingar hjá bilanadeild Orkuveitunnar að ef bilunin er í streng taki viðgerðin um hálftíma. Ef sú er raunin vonaðist Orkuveitan til þess að rafmagnið kæmist aftur á fyrir klukkan 21.30. Ef bilunin er í háspennustöð gæti viðgerð tekið lengri tíma.