Rúmlega 113 milljónir hafa safnast í sjónvarpssöfnun RÚV fyrir endurhæfingardeildina Grensás. Enn er tekið við framlögum í síma en auk peninga höfðu ýmsar aðrar gjafir og loforð um sjálfboðavinnu verið gefin. Enn er tekið við framlögum í síma 902-5001 til að gefa 1000 krónur, 902-5003 til að gefa 3000 krónur, 902-5005 til að gefa 5000 krónur og 755-5000 fyrir frjáls framlög.
Grensásdeild, eina endurhæfingarlegudeild Landspítalans, er í þröngu húsnæði og
sjúkraþjálfun fer fram við erfiðar aðstæður.