Viðgerð á Höfða undirbúin

Slökkviliðsmenn á þaki Höfða.
Slökkviliðsmenn á þaki Höfða. mbl.is/Júlíus

Verið er að meta skemmd­irn­ar sem urðu á Höfða í elds­voðanum í kvöld. Húsið var tryggt fyr­ir elds­voða. Lista­verk­un­um úr hús­inu hef­ur verið komið fyr­ir í geymslu á Kjar­vals­stöðum. Þá er þegar byrjað að skipu­leggja viðgerð á Höfða, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg. 

Til­kynn­ing­in fer hér á eft­ir:

„Giftu­sam­lega tókst að ráða niður­lög­um elds­ins sem upp kom í Höfða, mót­töku­húsi Reykja­vík­ur­borg­ar, á sjötta tím­an­um í kvöld.  Brunaviðvör­un­ar­kerfi húss­ins fór í gang og allt til­tækt slökkvilið fór á staðinn. 

Eld­ur­inn kom upp í risi norðvest­an­meg­in í hús­inu, og fóru reykkafar­ar upp á háa­loft til þess að hefta út­breiðslu elds­ins auk þess sem þakið var rofið til að auðvelda slökkvistarf.  Ljóst er að á tíma­bili gat brugðið til beggja vona, en fyr­ir snör hand­tök slökkviliðs tókst að slökkva eld­inn á inn­an við klukku­stund.

Slökkviliðsmönn­um, lög­reglu og starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar tókst að bjarga verðmæt­um úr hús­inu, þ.á.m. ómet­an­leg­um lista­verk­um og sögu­leg­um heim­ild­um og út­lit fyr­ir að þau séu óskemmd. Lista­verk­un­um hef­ur verið komið fyr­ir á Kjar­vals­stöðum og hafa þegar verið yf­ir­far­in af for­stöðumanni Lista­safns Reykja­vík­ur. 

Erfitt er að segja ná­kvæm­lega til um um­fang skemmda á hús­inu á þess­ari stundu.  Hreins­un­ar­starf er þegar hafið og trygg­inga­sér­fræðing­ar eru að meta stöðuna en húsið var bruna­tryggt. Einnig  er byrjað að skipu­leggja viðgerð á hús­inu og aðgerðir til að tryggja að húsið geti sem fyrst gegnt sínu hlut­verki á ný. Viðgerð mun þó ekki hefjast fyrr en rann­sókn á elds­upp­tök­um er lokið.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­stjóri, seg­ir að bet­ur hafi tek­ist til en á horfðist í fyrstu. „Sem bet­ur fer get­um við nú sagt að þetta sé dag­ur­inn sem Höfða var bjargað.  Húsið er, eins og all­ir vita al­gjör­lega ómet­an­legt og þess vegna er okk­ur öll­um efst í huga þakk­læti til allra þeirra sem tryggðu að svo vel tókst til. Borg­ar­yf­ir­völd vilja þakka öll­um þeim sem að slökkvi­starf­inu og björg­un verðmæta komu, slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, lög­reglu og starfs­mönn­um Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Um þess­ar mund­ir eru 100 ár liðin frá því að húsið Höfði var tekið í notk­un. Húsið á sér merki­lega sögu sem teng­ist sam­skipt­um Íslend­inga við aðrar þjóðir. Það var reist á Fé­lag­stúni fyr­ir franska konsúl­inn, Jean Paul Brillou­in, hannað í Aust­ur-Nor­egi og flutt til­sniðið til Íslands. Marg­ir sögu­fræg­ir ein­stak­ling­ar hafa búið í hús­inu, en það er hvað þekkt­ast fyr­ir  leiðtoga­fund Reag­ans og Gor­bat­sjovs sem hald­inn var í Höfða í októ­ber 1986, en fund­ur­inn er tal­inn hafa markað upp­hafið að enda­lok­um kalda stríðsins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert