Á fyrsta fundi fulltrúaráðs Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun þar sem þess var krafist að lánveitendur verði látnir taka ábyrgð til jafns við lántakendur á efnahagshruninu.
„Fulltrúaráð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar krefst þess að lánveitendur verði látnir taka ábyrgð til jafns við lántakendur á efnahagshruninu. Í ljósi þess verði endurskoðuð sú vísitala, sem verðtrygging lána byggir á."