Yfir milljarður tapast vegna rýrnunar

Jim Smart

Árleg velta í kjötiðnaði á Íslandi er áætluð 20-25 milljarðar króna. Talið er að þar af tapist a.m.k. 5% eða 1000-1250 milljónir vegna rýrnunar. Hægt er að spara stórar fjárhæðir ef tekst að draga úr þessari rýrnun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi í gær um umbætur í virðiskeðju matvæla.
 
Í gær var haldinn opinn fundur til að kynna niðurstöður verkefnisins „Umbætur í virðiskeðju matvæla“ sem hefur staðið yfir undanfarin tvö ár. Fundinn sóttu á sjötta tug starfsmanna úr framleiðslu og dreifingu matvæla. Að verkefninu stóðu Samtök iðnaðarins, Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupás, AGR, Matís og Rannsóknarsetur verslunarinnar með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði. Markmið verkefnisins var að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Jafnframt var skoðað hvaða aðferðum er beitt í nágrannalöndunum til að draga úr óþarfa sóun, að því er segir í tilkynningu.
 

Sjá nánar á vef Samtaka iðnaðarins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert