Fólksbíll valt á Stórhöfðavegi í Vestmannaeyjum nú síðdegis. Tvennt var í bílnum og slapp fólkið með skrámur. „Beltin björguðu þarna,“ sagði lögreglumaður og bætti við að bílnum hafi ekki verið ekið hratt. Bíllinn skemmdist talsvert á annarri hliðinni og var fjarlægður með kranabíl.
Ökumaðurinn var ungur og hafði haft ökuskírteinið í einn dag þegar óhappið varð. Hvasst var á staðnum og fipaðist ökumaðurinn þegar bílinn fór að rása.