Ragnar Bjarnason hélt upp á afmælið með stæl

Ólafur Gaukur og Guðrún Gunnarsdóttir voru í hópi margra listamanna …
Ólafur Gaukur og Guðrún Gunnarsdóttir voru í hópi margra listamanna sem samfögnuðu Ragnari á 75 ára afmælistónleikunum. Eggert Jóhannsson

Ragnar Bjarnason söngvari heldur upp á 75 ára afmæli sitt með tvennum stórtónleikum í Laugardalshöllinni í dag. Fyrri tónleikarnir hófust kl. 16.00 í dag og þeir síðari byrja kl. 21.00 í kvöld.

Fjöldi listamanna stígur á svið með Ragnari og flytur hann mörg af sínum þekktustu lögum. Efnisskráin spannar marga áratugi enda á Ragnar langan og farsælan söngferil að baki.

Í upphafi var ráðgert að halda eina afmælistónleika en vegna gríðarlegrar eftirspurnar var öðrum tónleikum bætt við.

Sumargleðin var sumarlega klædd og flutti lög sem margir muna …
Sumargleðin var sumarlega klædd og flutti lög sem margir muna og kunna. Eggert Jóhannsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert