Vill ráða eldra fólk til starfa

Jón Gerald Sullenberger ætlar að opna nýja verslun.
Jón Gerald Sullenberger ætlar að opna nýja verslun. Rax / Ragnar Axelsson

Jón Ger­ald Sul­len­berg­ir stefn­ir að opn­un nýrr­ar lág­vöru­verðsversl­un­ar sinn­ar í októ­ber. Hann aug­lýs­ir eft­ir starfs­fólki í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins og seg­ist gjarn­an vilja ráða eldra fólk til starfa.

Jón Ger­ald er bú­inn að ákveða opn­un­ar­dag­inn en er ekki reiðubú­inn að upp­lýsa hann á þess­ari stundu. „Það verður ein­hvern tím­ann í októ­ber,“ sagði Jón Ger­ald. „Fram­kvæmd­ir ganga mjög vel.“

Komið hef­ur fram að lág­vöru­verðsversl­un­in verði til húsa að Dal­vegi 10 í Kópa­vogi, í næsta ná­grenni við Kaup­torg, Turn­inn, Smáralind og Lind­ir. 

Um leið og til­kynnt verður um opn­un­ar­dag verður svipt hul­unni af nafni versl­un­ar­inn­ar. Hingað til hef­ur verið not­ast við vinnu­heitið Smart­kaup. „Það er komið nafn á búðina og það verður al­ís­lenskt nafn. Nafn sem all­ir Íslend­ing­ar eiga geta orðið sátt­ir við,“ sagði Jón Ger­ald. Í sum­ar var efnt til hug­mynda­sam­keppni um nafn á versl­un­ina.

Jón var spurður hvort lág­vöru­verðsversl­un hans verði á ein­hvern hátt frá­brugðin öðrum slík­um versl­un­um á Íslandi. „Já, við von­um það. Það eru aðrir eig­end­ur!“ Jón taldi að þetta verði fyrsta skipti í ein 20 ár sem er opnuð ný lág­vöru­verðsversl­un á Íslandi sem stend­ur fyr­ir utan versl­ana­keðjurn­ar sem fyr­ir eru. Fyr­ir eru Kaupás, Sam­kaup, Nettó og Hag­ar. 

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­unni í Morg­un­blaðinu í dag er m.a. sagt að versl­un­in óski eft­ir að ráða „hressa“ eldri borg­ara. Jón Ger­ald sagði að þar væri m.a. átt við fólk sem komið er á eft­ir­laun en vill vinna leng­ur. „Ég skora á eldri borg­ara að taka þátt í þessu með okk­ur. Við erum ein stór fjöl­skylda sem vinn­ur sam­an. Við höf­um neyt­and­ann að leiðarljósi og okk­ar yf­ir­mann.“

Jón Ger­ald sagði að hann ætli að vera mikið í búðinni sjálf­ur. Versl­un­ar­stjóri verður Ólaf­ur Már Ólafs­son. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert