Bygging Landspítalans skapar 800 störf

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin ætli að koma ýmsum …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin ætli að koma ýmsum stórverkefnum af stað sem fyrst. Árni Sæberg

Rík­is­stjórn­in ákvað í gær­morg­un að greiða götu þess að nýr Land­spít­ali rísi. Þetta kom fram í ræðu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag. 

Jó­hann sagði að bygg­ing Land­spít­al­ans sé mjög mannafls­frek og skapi að minnst kosti 800 störf. „Búðar­háls­virkj­un er sömu­leiðis kom­in á dag­skrá. Aukn­ing á fram­leiðslu­getu ál­vers­ins í Straums­vík, gagna­ver, fyrstu áfang­ar ál­vers í Helgu­vík,  Suður­lands­veg­ur og fleiri stór­ar sam­göngu­fram­kvæmd­ir, virkj­un jarðhita norðan og sunn­an eru allt sam­an verk­efni sem rík­is­stjórn­in ætl­ar að koma í gang sem allra fyrst í sam­ræmi við stögu­leika­sátt­mál­ann,“ sagði Jó­hanna.

Hún sagði að einskis yrði látið ófreistað í því efni að ryðja hindr­un­um úr vegi „og við treyst­um því að eiga gott sam­starf við líf­eyr­is­sjóðina um fjár­mögn­un þess­ara verk­efna. Aðkoma er­lendra fjár­festa verður einnig að eiga sér stað eigi þessi verk­efni að verða að veru­leika. Að öllu þessu er unnið hörðum hönd­um.“



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert