Össur fundaði vegna Icesave

Icesave
Icesave

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra, Dav­id Mili­band, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, og Max­ime Ver­hagen, ut­an­rík­is­ráðherra Hol­lands, áttu í gær form­leg­an fund í höfuðstöðvum Sam­einuðu þjóðanna í New York.

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir að ráðherr­arn­ir hafi rætt stöðu Ices­a­ve-máls­ins. „Fór ut­an­rík­is­ráðherra meðal ann­ars yfir fyr­ir­vara Alþing­is. Ut­an­rík­is­ráðherra fór yfir efna­hags­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem unn­in er í sam­vinnu við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og ít­rekaði mik­il­vægi þess að ekki yrðu frek­ari taf­ir á end­ur­skoðun áætl­un­ar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert