Össur fundaði vegna Icesave

Icesave
Icesave

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, og Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, áttu í gær formlegan fund í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi rætt stöðu Icesave-málsins. „Fór utanríkisráðherra meðal annars yfir fyrirvara Alþingis. Utanríkisráðherra fór yfir efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar sem unnin er í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ítrekaði mikilvægi þess að ekki yrðu frekari tafir á endurskoðun áætlunarinnar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka