Rannsókn hefst í dag

Hreinsunarstarfi lauk í Höfða í nótt.
Hreinsunarstarfi lauk í Höfða í nótt. Ómar Óskarsson

Átta slökkviliðsmenn voru eftir á eldvakt í Höfða í nótt svo hægt væri að bregðast við ef eitthvað kæmi upp. Helmingur þeirra var sendur heim um þrjúleytið en þeir sem eftir urðu fara nú að ljúka störfum. Um hundrað slökkviliðsmenn komu að hinum ýmsu störfum björgunaraðgerðanna í gær sem tókust mjög vel. Auk þess hjálpaði öflugt lið borgarstarfsmanna við að bera muni út úr húsinu.

Nokkrar vatnsskemmdir urðu í Höfða og unnu slökkviliðsmenn að því í nótt að þurrka upp vatn og mun því nú vera lokið. Rannsóknarlögreglan mun hefja rannsókn á tildrögum slyssins í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert