Stóra herbergjamálið er leyst

Þingmenn Framsóknarflokksins í græna herberginu
Þingmenn Framsóknarflokksins í græna herberginu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stóra her­bergja­málið á Alþingi hef­ur verið leitt til lykta. Fram­sókn­ar­menn munu yf­ir­gefa þing­flokks­her­bergi sitt, græna her­bergið svo­kallaða, og eft­ir­láta það Vinstri græn­um.

Her­bergið er fram­sókn­ar­mönn­um einkar kært því þar hafa þeir ráðið ráðum sín­um ára­tug­um sam­an. Að auki er her­bergið græn­málað, en sá lit­ur er í miklu upp­á­haldi hjá fram­sókn­ar­mönn­um.

For­sæt­is­nefnd af­greiddi í vik­unni til­lögu skrif­stofu­stjóra Alþing­is um að stærð þing­flokka réði því í hvaða her­bergj­um þeir funduðu. Þar sem Vinstri græn­ir náðu inn fleiri þing­mönn­um en Fram­sókn í kosn­ing­umn­um í vor þurfa flokk­arn­ir að hafa her­bergja­skipti. For­seti Alþing­is vildi að þetta yrði gert strax eft­ir kosn­ing­ar en fram­sókn­ar­menn þráuðust við og sátu sem fast­ast í her­berg­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert