Stóra herbergjamálið er leyst

Þingmenn Framsóknarflokksins í græna herberginu
Þingmenn Framsóknarflokksins í græna herberginu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stóra herbergjamálið á Alþingi hefur verið leitt til lykta. Framsóknarmenn munu yfirgefa þingflokksherbergi sitt, græna herbergið svokallaða, og eftirláta það Vinstri grænum.

Herbergið er framsóknarmönnum einkar kært því þar hafa þeir ráðið ráðum sínum áratugum saman. Að auki er herbergið grænmálað, en sá litur er í miklu uppáhaldi hjá framsóknarmönnum.

Forsætisnefnd afgreiddi í vikunni tillögu skrifstofustjóra Alþingis um að stærð þingflokka réði því í hvaða herbergjum þeir funduðu. Þar sem Vinstri grænir náðu inn fleiri þingmönnum en Framsókn í kosningumnum í vor þurfa flokkarnir að hafa herbergjaskipti. Forseti Alþingis vildi að þetta yrði gert strax eftir kosningar en framsóknarmenn þráuðust við og sátu sem fastast í herberginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert