Viljayfirlýsing ekki framlengd

Tómas Már, forstjóri Alcoa
Tómas Már, forstjóri Alcoa Kristinn Ingvarsson

„Þetta eru vonbrigði en ráðherrann kynnti okkur aðra lausn og lagði mikla áherslu á að við héldum áfram að vinna í verkefninu,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa. Iðnaðarráðherra tilkynnti Tómasi Má í morgun að viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna álvers á Bakka yrði ekki framlengd.

Tómas vill ekki tjá sig um tillögu iðnaðarráðherra en segir hana krefjast þess að fleiri en Alcoa og ríkisvaldið komi að verkinu. „Það eru miklir stuðningsmenn við verkefnið bæði fyrir norðan og í ríkisstjórn og við munum klára það sem að okkur snýr vegna viljayfirlýsingarinnar, þ.e. matið. Svo bíðum við og sjáum hvernig landslagið verður þegar búið verður að kynna einhverskonar lausn,“ segir Tómas Már. Hann segir engan tímaramma á nýju tillögunni en nú verði hafist handa við skoðun hennar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka