Farin að ganga með spelkur við göngugrind

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Þuríður Harpa Sigurðardóttir mbl.is

„Meðferðin hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég vonaði að vöðvarnir myndu kveikja á sér en reiknaði aldrei með að geta gengið með spelkur við göngugrind í þessari fyrstu ferð,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Sauðárkróki.

Harpa slasaðist alvarlega í hestaslysi í Skagafirði vorið 2007, hún hrygg- og rifbeinsbrotnaði og lamaðist neðan við brjóst. „Mér var sagt eftir slysið að ég yrði líklega lömuð það sem eftir væri,“ segir Harpa, sem neitaði að sætta sig við örlögin. Í gegnum netið komst hún í samband við fólk í svipaðri stöðu sem var á leið í stofnfrumumeðferð á Indlandi. „Um síðustu áramót fannst mér ég ekki lengur hafa tíma til að bíða,“ segir Harpa, sem hefur dvalist í Delhí á Indlandi frá ágústbyrjun.

Sprautur og þjálfun

„Læknarnir leggja áherslu á að ekki sé hægt að lofa fólki bata né svara því hvers vegna sumir sjúklingar fá bata en aðrir ekki. Þeir segja þó að ég hafi – af þeim einstaklingum sem koma hingað í sína fyrstu meðferð – náð lengst og þá trúi ég því að þeir hafi verið einlægir í orðum sínum Eftir að ég kem heim eiga stofnfrumurnar sem ég hef fengið enn að vera að virkjast og eflast í langan tíma og mikilvægt er að ég haldi vel áfram í endurhæfingu, meðal annars við göngugrind.“

Sætti mig við staf

„Ég reikna ekki með því að geta aftur gengið óstudd en ég myndi alveg sætta mig við staf.“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Þuríður Harpa Sigurðardóttir mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert