Fyrsti snjókarlinn?

Anita Lind Aðalgeirsdóttir gerir fyrsta snjókarl vetrarins, a.m.k. í Borgarhlíðinni.
Anita Lind Aðalgeirsdóttir gerir fyrsta snjókarl vetrarins, a.m.k. í Borgarhlíðinni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aníta Lind Aðalgeirsdóttir, níu ára stelpa í Borgarhlíðínni á Akureyri, var ekki lengi að drífa sig út á lóð í morgun enda kom veturinn til byggða í nótt og tímabært að rifja upp vinnubrögðin við snjókarlasmíði.

Aníta Lind býr nokkra metra frá íþróttaleikvangi Þórs í Glerárhverfi. Í dag fer fram síðasta umferð Pepsi-deildar kvenna, þar sem stelpurnar í Þór/KA mæta KR-ingum í Reykavík og berjast um sæti í Evrópukeppninni við Breiðablik. Af því tilefni var haft á orði í Borgarhlíðinni í morgun að eins gott væri að norðanmenn eiga ekki heimaleik! Þá hefði þurft að spila á snjóþrúgum.

mbl.is/Skapti
Anita Lind við fullbúinn snjókarlinn.
Anita Lind við fullbúinn snjókarlinn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert