Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra mbl.is

Greiðslu­byrði lána verður færð aft­ur til maí á síðasta ári sam­kvæmt aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt­ar verða fyr­ir mánaðamót og stefnt er að, að taki gildi fyrsta nóv­em­ber. Af­borg­an­ir lána gætu lækkað um tugi þúsunda á mánuði, að því er fram kom í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

Fé­lags­málaráðherra, Árni Páll Árna­son, hef­ur und­an­farn­ar vik­ur unnið að því að ná sam­komu­lagi við banka, aðrar fjár­mála­stofn­an­ir og hags­muna­sam­tök um al­menn­ar aðgerðir til að lækka greiðslu­byrði lána og af­skrifta hluta þeirra.

Sam­kvæmt heim­ild­um frétta­stofu Stöðvar 2 verður greiðslu­byrði allra lána, verðtryggðra sem og geng­is­tryggðra vegna hús­næðis- og bíla­kaupa færð aft­ur til þess sem hún var í maí 2008. En frá þeim tíma hef­ur gengi krón­unn­ar lækkað um tæp sex­tíu pró­sent.

Fé­lags­málaráðherra seg­ir að um verði að ræða úrræði sem standi öll­um til boða. Þannig að af­borg­an­ir hjá þeim sem skulda mikið í hús­næði og bíl­um geti lækkað um tugi þúsund á mánuði. Einnig verða kynnt sér­stök úrræði fyr­ir þá allra verst settu, en talið er að um 20 pró­sent heim­ila í land­inu séu nú í van­skil­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert