Innbrot var framið í Breiðholti í nótt en þar var stolið handverkfærum. Laust eftir klukkan 23:00 í gærkvöldi var brotist inn í verslun í Kauptúni í Garðabæ og stolið tölvubúnaði, samkvæmt upplýsingum lögreglu höfuðborgarsvæðisins.
Bílvelta varð á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar /Fjarðarhrauns (Engidalur) laust fyrir 01:00 í nótt en engin slys urðu á fólki. Bifreiðin var dregin af vettvangi með dráttarbifreið. Ekki er ljóst hvað olli slysinu.
Einn ökumaður var stöðvaður í miðborg Reykjavíkur en hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Ökumaður var sviptur ökuréttindum að sýnatöku lokinni.
Þá logaði eldur í bifreið í Ármúla um klukkan 02:00 í nótt og er hún ónýt eftir. Að öðru leyti var nokkuð róleg í nótt, að sögn lögreglunnar.