Smölun í tengslum við SUS kosningar

Ísafjörður
Ísafjörður Ómar Óskarsson

Fer­tug­asta sam­bandsþingi Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna (SUS) lýk­ur á Ísaf­irði í dag með kosn­ingu for­manns en þingið hófst á föstu­dag.  Hef­ur verið rætt um smöl­un í tengsl­um við kosn­ing­arn­ar en Fokk­er vél lenti í há­deg­inu á Ísa­fjarðarflug­velli með um fimm­tíu manns sem mættu á þingið, ein­ung­is til að kjósa.

Í fram­boði til for­manns SUS, eru Ólaf­ur Örn Niel­sen og Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir, en þau eru sögð koma úr sitt­hvor­um armi flokks­ins.

Frá­far­andi formaður er Þórlind­ur Kjart­ans­son sem gaf ekki kost á sér til end­ur­kjörs.

Bjarni Bene­dikts­son formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir vara­formaður og Ill­ugi Gunn­ars­son, þing­flokks­formaður eru meðal gesta á þing­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert