Telpan flutt á gjörgæslu

Jakob Fannar Sigurðsson

Líðan fimm ára telp­unn­ar sem ráðist var á með eggvopni í dag er eft­ir at­vik­um að sögn Lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.

Stúlk­an hlaut stungusár á brjóst­kassa. Hún var flutt til Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­nesja og síðan á Lands­spít­al­ann þar sem hún verður und­ir eft­ir­liti.

Um miðjan dag var 22 ára göm­ul kona hand­tek­in í Kefla­vík grunuð um að hafa þá skömmu áður veitt 5 ára gam­alli stúlku áverka með eggvopni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert